Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli

Áform Iceland Express um að hefja samkeppni í innanlandsflugi við Flugfélag Íslands eru í uppnámi vegna þess að Flugfélag Íslands meinar Iceland Express um aðstöðu í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Iceland Express stefndi að því hefja flug á milli Egilsstaða og Reykjavíkur og milli Akureyrar og Reykjavíkur í sumar en fram kom í fréttum RÚV, að það kunni hugsanlega að breytast. Flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli er sú eina á landinu sem er í einkaeigu en Flugfélag Íslands á hana og rekur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert