Nemendur við Háskóla Íslands ganga að kjörborðinu nú í vikunni og kjósa fulltrúa sína í Háskólaráði og á Háskólafundi. Þótt oft sé mikið líf í kosningabaráttu stúdenta er kannski óhætt að segja að kjörsókn þeirra mætti vera líflegri.
Kosningarnar fara fram á miðvikudag og fimmtudag og verða kjörstaðir opnir frá klukkan níu til 18 báða dagana. Kjörfundir verða í öllum helstu byggingum skólans.