Snákar, eðlur og tarantúlur ganga kaupum og sölum

Örsmár snákur.
Örsmár snákur. AP
eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur

ben@mbl.is

IGUANA-EÐLUR, snákar, skjaldbökur og tarantúlur eru meðal þeirra dýra sem ganga kaupum og sölum á íslenskum spjallsíðum tengdum gæludýrahaldi. Öll eru þessi dýr ólögleg hér á landi.

"Það er staðreynd að fólk smyglar þessum dýrum inn í landið og það er töluvert um þau," segir Anna Jóhannesdóttir, dýralæknir hjá dýralæknastofunni Dagfinni dýralækni, en nokkuð er um að fólk leiti til stofunnar þegar ólögleg skriðdýr veikjast eða slasast. "Þetta eru ekki bara einhverjir tíu einstaklingar, heldur miklu fleiri."

Á spjallsíðunum gefa notendur þeirra m.a. ráð um hvaða aðferðir gagnast best við að koma slíkum dýrum fram hjá tolli og innflutningsyfirvöldum. "...nælonsokk og innan á lærið eða annars er öruggara að setja undir [...] en þeir leita oft þar líka," ráðleggur einn spjallarinn. Annar segir: "Ég flutti iguana-eðluna mína bara á öxlinni og var bara í víðum jakka utan yfir..." Að sögn lögreglu og Landbúnaðarstofnunar er ekki unnið markvisst að því að hafa uppi á slíkum dýrum. Hins vegar sé brugðist við ábendingum um ólögleg gæludýr með því að farga þeim.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert