Stolið fyrir milljónir króna

Rannsóknarlögreglan á Akureyri óskaði í gærkvöldi eftir því að tveir menn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir eru grunaðir um nokkra þjófnaði um helgina. Meðal annars var bifreið stolið og fannst hún utan vegar í Eyjafjarðarsveit, líklega ónýt.

Í gær var einnig stolið fartölvu úr fyrirtækinu Dregg á Oddeyrartanga og úr Arnarauga á Óseyri var stolið tækjabúnaði sem metinn er á tvær til þrjár milljónir króna.

Fleiri innbrot á Akureyri síðustu daga eru til rannsóknar. Fjórir voru handteknir í gær og gæsluvarðhalds krafist yfir tveimur sem fyrr segir. Rannsókn er á frumstigi en grunur leikur á að viðkomandi, sem eru góðkunningjar lögreglunnar, tengist mörgum málanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert