Vegslit vegna naglanna kostar hundruð milljóna

eftir Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

ÞEIR sérfræðingar sem Morgunblaðið ræðir við í dag eru á einu máli um að nagladekk eigi þátt í myndun svifryks. Þeir hafa hins vegar ólíkar skoðanir á því hvernig bregðast eigi við þessum vanda, sem talinn er kosta skattgreiðendur hundruð milljóna króna á ári.

Byggist þetta mat á beinum kostnaði vegna aukinna útgjalda til malbikunar og við hreinsun á regnvatnskerfi Reykjavíkur. Ekki eru til tölur fyrir allt höfuðborgarsvæðið vegna útgjalda við hreinsun þessa kerfis en sé bætt við hóflegu mati á viðbótarkostnaði við bílþrif má áætla að nagladekk kosti samfélagið upp undir hálfan milljarð á ársgrundvelli.

Er þá gengið út frá þeirri skoðun margra viðmælenda að lítill munur sé á gagnsemi negldra og ónegldra, grófra vetrardekkja.

Eins og rakið hefur verið hér í blaðinu benda rannsóknir til að loftmengun við stofnæðar hér sé til jafns við það sem gerist í evrópskum borgum. Að mati sérfræðinga er ekki hægt að meta kostnað vegna heilsufarslegra áhrifa svifryksins, þótt einn viðmælandi blaðsins áætli að hann nemi árlega hundruðum milljóna.

Blaðið leitaði jafnframt álits Þorsteins Jóhannssonar jarðfræðings sem hefur sett fram kenningu um myndun svifryks á vegum en samkvæmt henni þarf að fækka nagladekkjum verulega til að ná árangri í baráttunni við rykið.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert