Yfir 200 mótmælabréf hafa borist Hæstarétti í tölvupósti

Hæstiréttur Íslands .
Hæstiréttur Íslands . Brynjar Gauti

Skrifstofustjóri Hæstaréttar, Þorsteinn A. Jónsson, segir rúmlega 200 mótmælabréf hafa borist í tölvupósti til Hæstaréttar, í kjölfar mildunardóms yfir kynferðisafbrotamanni sem var aðalfrétt á forsíðu Morgunblaðsins föstudaginn síðastliðinn. Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms, úr tveggja ára fangelsi í 18 mánaða fangelsi.

Þorsteinn segir bréf enn berast réttinum. „Þetta eru áskoranir og yfirleitt er búið að afrita texta úr tölvupósti frá Hrafni (Jökulssyni),“ segir Þorsteinn og á þar við bréf sem Hrafn sendi dómurunum fimm um helgina, sem kváðu upp úrskurðinn. Þorsteinn segir skrifstofu Hæstaréttar ekki ætla að senda frá sér neina yfirlýsingu vegna þessa.

Á bloggsíðu sinni skorar Hrafn á lesendur að senda Hæstarétti tölvupóst, gefur upp tölvupóstfang Hæstaréttar og segir mönnum frjálst að nota bréfið sem hann sendi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert