Efasemdir um nýjan Kjalveg

Svara þarf þeirri grundvallarspurningu hvernig Íslendingar vilja að hálendið þróist. Ekki er sjálfgefið að aðgengi að því verði gert auðvelt með malbikuðum vegum. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfisnefndar Alþingis. Norðurvegur ehf. vill leggja nýjan veg um Kjöl í einkaframkvæmd. Hann yrði tekinn í notkun árið 2010, en undirbúningur hæfist sem fyrst. Stjórnmálamenn sem Morgunblaðið spurði álits um málið gagnrýna þessi áform en benda einnig á kosti við framkvæmdina.

Hugmyndir um uppbyggða vegi yfir hálendið eru ekki nýjar af nálinni, þótt hingað til hafi þær ekki komist til framkvæmda. Auk vegar um Kjöl hefur verið rætt um að leggja veg yfir Sprengisand. Þessir tveir vegir voru teknir inn í grunnnet Vegagerðarinnar sem var ákveðið með samgönguáætlun árið 2003.

Á grunnnetinu eru jafnframt tveir aðrir fjallvegir, Kaldidalur og Fjallabaksleið nyrðri, sem liggur úr Skaftártungum og norður með Sigöldu. Lesa má nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert