Efasemdir um nýjan Kjalveg

Svara þarf þeirri grund­vall­ar­spurn­ingu hvernig Íslend­ing­ar vilja að há­lendið þró­ist. Ekki er sjálf­gefið að aðgengi að því verði gert auðvelt með mal­bikuðum veg­um. Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks og formaður um­hverf­is­nefnd­ar Alþing­is. Norður­veg­ur ehf. vill leggja nýj­an veg um Kjöl í einkafram­kvæmd. Hann yrði tek­inn í notk­un árið 2010, en und­ir­bún­ing­ur hæf­ist sem fyrst. Stjórn­mála­menn sem Morg­un­blaðið spurði álits um málið gagn­rýna þessi áform en benda einnig á kosti við fram­kvæmd­ina.

Hug­mynd­ir um upp­byggða vegi yfir há­lendið eru ekki nýj­ar af nál­inni, þótt hingað til hafi þær ekki kom­ist til fram­kvæmda. Auk veg­ar um Kjöl hef­ur verið rætt um að leggja veg yfir Sprengisand. Þess­ir tveir veg­ir voru tekn­ir inn í grunnn­et Vega­gerðar­inn­ar sem var ákveðið með sam­göngu­áætlun árið 2003.

Á grunnn­et­inu eru jafn­framt tveir aðrir fjall­veg­ir, Kaldi­dal­ur og Fjalla­bak­sleið nyrðri, sem ligg­ur úr Skaft­ár­tung­um og norður með Sigöldu. Lesa má nán­ar um þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert