Lá við stórslysi á byggingarstað á Akranesi

Litlu munaði að illa færi á byggingarstað við Hagaflöt á Akranesi miðvikudaginn síðastliðinn, þegar jarðvegur gaf sig undan byggingarkrana. Verið var að hífa til steyptar húseiningar og féllu þrjár einingar niður. Járn slóst við það í höfuð einum manni sem hlaut sár við það.

Tvö fíkniefnamál komu upp í liðinni viku við venjubundið eftirlit lögreglu. Annars vegar var maður handtekinn með 5 grömm af hassi og tvær e-töflur í fórum sínum og hins vegar annar með lítilræði af amfetamíni. Níu voru boðaðir í skoðun í seinustu viku með ökutæki sín og voru skráningarnúmer tekin af 7 ökutækjum sem ekki höfðu sinnt samskonar boðunum.

Þá kærði lögreglan á Akranesi níu fyrir hraðakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert