Tengivagn fór aftan úr vöruflutningabifreið

Vöruflutningabifreiðin á Hofsvallagötu
Vöruflutningabifreiðin á Hofsvallagötu mbl.is/Guðmundur Árnason

Betur fór en áhorfðist þegar tengivagn fór aftan af vöruflutningabifreið á Hofsvallagötunni um tvöleytið í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Við óhappið sprautaðist glussaolía á götuna og á bifreiðina en ekki þurfti að kalla slökkviliðið út til að hreinsa upp olíuna þar sem lítið magn lenti á götunni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni varð enginn fyrir tengivagninum er hann losnaði og því einungis um tjón eiganda farmsins og bifreiðarinnar að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert