Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis

Frá atkvæðagreiðslu á fundi Framtíðarlandsins í kvöld.
Frá atkvæðagreiðslu á fundi Framtíðarlandsins í kvöld. mbl.is/ÞÖK

Fellt var í at­kvæðagreiðslu á fé­lags­fundi í Framtíðarland­inu í kvöld að bjóða fram til Alþing­is í nafni fé­lags­ins í vor. Alls greiddu 189 at­kvæði á fund­in­um. 92 studdu til­lögu um fram­boð, 96 greiddu at­kvæði gegn henni og einn seðill var auður. Á kjör­skrá voru 2708. Stjórn fé­lags­ins hafði lýst því yfir, að 2/​3 hluta at­kvæða þyrfti til að til­laga um fram­boð teld­ist samþykkt.

Til­lag­an um fram­boð var lögð fram af stjórn fé­lags­ins sem einnig lagði drög að stefnu­skjali fyr­ir fund­inn.

Framtíðarlandið, fé­lag áhuga­fólks um framtíð Íslands, var stofnað 17. júní í fyrra. Fé­lag­inu var ætlað að verða þver­póli­tísk­ur vett­vang­ur fyr­ir þá, sem væru í vafa um að framtíðaráform stjórn­valda séu landi og þjóð fyr­ir bestu. Því er einnig ætlað að upp­lýsa, gagn­rýna og varpa fram hug­mynd­um til að hafa áhrif á framtíðarmynd Íslands og efla lýðræði og lýðræðis­lega umræðu á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert