Fyrri fæðingarorlofsgreiðslur ekki lengur lagðar til grundvallar

Magnús Stef­áns­son, fé­lags­málaráðherra, upp­lýsti á Alþingi í dag að hann hefði af­numið þá fram­kvæmd, að fyrri fæðing­ar­or­lofs­greiðslur séu lagðar til grund­vall­ar þegar annað barn fæðist inn­an þriggja ára frá því for­eldr­ar fengu greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði. Sagðist Magnús vona, að með þess­ari breyt­ingu hefði hann stuðlað að aukn­um barneign­um hér á landi.

Magnús var að svara fyr­ir­spurn frá Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, alþing­is­manni, um það hvort hann hygðist beita sér fyr­ir breyt­ingu á þeirri fram­kvæmd fæðing­ar­or­lofslaga, sem lúti að tekju­viðmiði sem lagt er til grund­vall­ar fæðing­ar­or­lofs­greiðslum. Spurði Jó­hanna sér­stak­lega um þá fram­kvæmd, að fyrri fæðing­ar­or­lofs­greiðslur væru lagðar til grund­vall­ar í tekju­viðmiði í ljósi þess að umboðsmaður Alþing­is teldi það ekki sam­ræm­ast lög­um.

Magnús sagðist þegar hafa und­ir­ritað breyt­ing­ar á reglu­gerð um greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði og greiðslur fæðing­ar­styrks. Sagði hann að starfs­hóp­ur hefði verið að fara yfir fram­kvæmd lag­anna í kjöl­far niður­stöðu umboðsmanns og hann styddi þá breyt­ingu, sem þegar hefði verið gerð. Þá færi hóp­ur­inn nú yfir önn­ur atriði máls­ins. Einnig muni úr­sk­urðar­nefnd fara yfir fimm mál, sem þangað hef­ur verið vísað vegna þess­ara ákvæða reglug­arðar, og önn­ur til­vik, sem ekki hafa enn verið kærð til nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert