Landbúnaðarráðherra hefur skipað í háskólaráð fyrir Hólaskóla - Háskólann á Hólum í framhaldi af breytingu á lögum um skólann sem samþykkt voru fyrir þinglok í desember. Þá hefur ráðherra skipað Skúla Skúlason rektor skólans til næstu fimm ára.
Aðalmenn í ráðinu eru, auk rektors sem er formaður: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sauðárkróki skipuð af landbúnaðarráðherra án tilnefningar, Hanna Katrín Friðriksson, Reykjavík tilnefnd af menntamálaráðherra, Sigurður S. Snorrason, Reykjavík tilnefndur af Háskóla Íslands, Bjarni Egilsson, Skagafirði tilnefndur af sjávarútvegsráðherra, Ólafur H. Einarsson, Hvoli - tilnefndur af Félagi tamningamanna, Svanhildur Pálsdóttir, Varmahlíð tilnefnd af samgönguráðherra, Jónas Guðmundsson, tilnefndur af Stúdentafélagi Hólaskóla og Bjarni Kristófer Kristjánsson, tilnefndur af Starfsmannafélagi Hólaskóla.