Samfylkingin vill huga að nýsköpun og styðja sprotafyrirtæki

Forsvarsmenn Samfylkingarinnar kynna nýja stefnumótun í atvinnumálum.
Forsvarsmenn Samfylkingarinnar kynna nýja stefnumótun í atvinnumálum. mbl.is/Ásdís

Á næstu 10 árum vill Samfylkingin að sérstaklega verði hugað að nýsköpun í atvinnulífinu og stuðningi við íslensk sprotafyrirtæki. Þetta er meðal áhersluatriða í nýrri stefnumótun flokksins í atvinnumálum, sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Segjast forsvarsmenn flokksins boða breytta forgangsröðun frá þeirri áherslu sem núverandi ríkisstjórn hafi lagt á stóriðju í atvinnustefnu stjórnvalda.

Samfylkingin vill að stefnt verði að eftirtöldum markmiðum:

  • Tíföldun á útflutningsvirði hátæknifyrirtækja á Íslandi
  • Fimmföldun á fjölda íslenskra sprotafyrirtækja.
  • 5000 ný störf hafi orðið til í hátæknigeiranum.
  • 20 ný hátæknifyrirtæki hafi náð milljarði króna í ársveltu eða verið skráð á hlutabréfamarkað á Íslandi.

Til að ná þessum markmiðum leggur Samfylkingin til að þegar í stað verði ráðist í eftirfarandi aðgerðir í samráði við Samtök Iðnaðarins og Samtök Sprotafyrirtækja:

  • Fjórfalda framlag í Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð á næstu 4 árum
  • Breyta lögum um tekju- og eignaskatt til að heimila skattaívilnanir sem örva fjárfestingar einstaklinga í sprotafyrirtækjum
  • Heimila endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar að ákveðnu hámarki
  • Bjóða út upplýsingatækni- og hugbúnaðarvinnu á vegum hins opinbera
  • Koma upp stoðkerfi við öflun og vernd einkaleyfa og hugverkaréttinda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert