Segir barnsfæðingar af völdum kynferðismisnotkunar í Byrginu orðnar tíu

Húsnæði Byrgisins.
Húsnæði Byrgisins. mbl.is/Golli

Pétur Hauksson, geðlæknir, hefur í annað skipti ritað landlæknisembættinu um kynferðismisnotkun, sem konur í Byrginu hafi sætt af völdum starfsmanna. Haft var eftir Pétri í fréttum Ríkisútvarpsins, að barnsfæðingar af þessum sökum séu væntanlega orðnar 10 en ekki þrjár eins og áður var talið.

Sagði Pétur, að ríkið ætti að viðurkenna sök í málinu og ekki bíða í 40 ár eins og varðandi upptökuheimilið á Breiðavík.

Pétur sagðist hafa skrifað bréfið þar sem ekki hafi verið brugðist við bréfi sem hann skrifaði árið 2002, þar sem það heyrði ekki undir landlæknisembættið.

Í bréfinu lýsir Pétur áhyggjum sínum af ástandinu og segir afleiðingarnar geigvænlegar og varanlegar, geðraskanir og verri fíkn. Konur hafi útskrifað sig úr Byrginu í slæmu ásigkomulagi og lent aftur í neyslu í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert