Íslenska krónan hefur verið allstöðug á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir að í efnahagslífinu hafi ríkt einhver mesta spenna sem um getur um langa hríð, og það er í rauninni mesta furða hvað krónan „hefur dugað okkur í þeim leik“.
Davíð sagði ennfremur að þau miklu umskipti sem orðið hafi í efnahagslífinu, með stórframkvæmdum og breytingum á bankakerfinu, hafi reynt á þanþol efnahagslífins, og hann fengi ekki séð hvernig hefði verið hægt að bregðast við án þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil.