Hálslón sést utan úr geimnum

Einar hefur teiknað ör á myndina þar sem greina má …
Einar hefur teiknað ör á myndina þar sem greina má Hálslón.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, segir á bloggvef sínum, að af nýrri veðurtunglamynd megi merkja, að Hálslón sjáist nú utan úr geimnum. Vatnið sé vissulega ísilagt og yfir því snjóföl en samt megi merkja það á myndum í mikilli upplausn.

Einar birtir myndir, sem teknar voru í dag úr veðurtunglinu Aqua. Á annarri myndinni sést Ísland snævi þakið og segir Einar hana með þeim betri, sem hafi nást af landinu. Í fyrsta lagi sé nánast heiðríkt og ekki ský á himni, nema með suðausturströndinni. Í annan stað sé snjór yfir í flestum landshlutum og verði útlínur landsins því óvenju skarpar fyrir vikið.

Bloggvefur Einars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert