Hjálmar Árnason: „Ákveðinn léttir fyrir alla aðila“

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins mbl.is

Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir ákvörðun Kristins H. Gunnarssonar um að yfirgefa flokkinn ekki koma á óvart. Þá segir Hjálmar ákveðinn létti fyrir alla aðila að ákvörðun hafi verið tekin og að línur séu nú skýrar. Hann segist óska Kristni alls hins besta í nýju umhverfi.

„Þetta hefur legið í loftinu og allir þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum hafa reiknað með þessu, það má segja að bæði hjá Kristni og þingflokknum sé þetta ákveðinn léttir, leiðir lágu ekki saman og ekkert við því að segja, en við óskum Kristni alls hins besta í framtíðinni.”

Kristinn gagnrýndi stefnu Framsóknarflokksins í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og sagði m.a. að hann hefði vikið verulega frá hefðbundinni stefnu flokksins og að því mætti helst lýsa þannig að manngildið hafi mátt þoka fyrir auðgildinu. Hjálmar vill ekki tjá sig sérstaklega um skoðanir Kristins að öðru leyti en það að hann segist ósammála fullyrðingum hans.

„Ég er ekki sammála því sem hann segir, og hann ekki sammála því sem aðrir í flokknum segja. Við förum því eftir okkar sannfæringu og hann sinni, þar er munur á og þar skilja leiðir”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert