Hraðakstur í höfuðborginni og á Suðurnesjum

Fimm ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík í nótt og númer voru klippt af jafnmörgum bílum sem ekki hafði verið farið með í lögbundna skoðun. Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum í gær og mældist einn á Garðsvegi á 169 km hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hinir voru mældir á Reykjanesbraut og sá sem hraðast ók var á 139 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert