"Íslenska er algjört lykiltungumál"

Setningagerðin „Okkur þykir hákarl góður“, þar sem frumlagið er ekki í nefnifalli heldur í þágufalli, á sér hliðstæðu í jafnólíku tungumáli og sanskrít.

Íslenskur málvísindamaður, Jóhanna Barðdal, hefur ásamt hópi annarra alþjóðlegra fræðimanna fengið 134 milljóna króna styrk til að skoða sagnir og fallmynstur í nútíma- og forníslensku, gotnesku, rússnesku, grísku, latínu, sanskrít og fleiri indóevrópskum málum. Styrkveitingin hefur vakið mikla athygli í norsku háskólasamfélagi, en Jóhanna starfar við Háskólann í Bergen. Nánar má lesa um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert