Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda

Guðjón Arnar Kristjánsson. formaður Frjálslynda flokksins
Guðjón Arnar Kristjánsson. formaður Frjálslynda flokksins mbl.is

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir að Kristinn H. Gunnarsson sé velkominn til liðs við flokkinn líkt og aðrir frjálslyndir Íslendingar. Segir Guðjón að framhaldið sé óráðið, ekki hafi verið rætt formlega við Kristin en að þeir hafi spjallað og að vitað hafi verið að hann hafi verið að velta fyrir sér að ganga í flokkinn.

„Við höfum spjallað saman líkt og við höfum gert í gegn um árin og mér var kunnugt um að hann hefði verið að hugsa um þetta, ég lét hann vita að það yrði ekki illa tekið á móti honum.”

Guðjón telur að Kristinn eigi tvímælalaust samleið með flokknum, hann sé enda reyndur stjórnmálamaður og hafi væntanlega lesið sér til um stefnumál flokksins áður en hann tók sína ákvörðun.

Ekkert hefur verið ákveðið um það hvar Kristinn fær sæti á lista Frjálslyndra, og segir Guðjón að til að byrja með sé Kristinn sé boðinn velkominn til starfa, en að annað verði svo að koma í ljós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka