Landlæknir vill koma að Byrgismáli

Húsnæði Byrgisins.
Húsnæði Byrgisins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Matthías Halldórsson landlæknir segir embættið hafa áhuga á að eiga aðild að stefnumótun í málefnum skjólstæðinga Byrgisins á þeim forsendum að um sé að ræða veika einstaklinga.

Er það vegna bréfs Péturs Haukssonar geðlæknis sem hann sendi landlækni þar sem m.a. kemur fram það mat að tugur barnsfæðinga í kjölfar misnotkunar hafi átt sér stað hjá fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins en ekki þrjár eins og talið var. „Landlæknisembættið hefur þó ekki eftirlit með stofnunum á vegum félagsmálaráðuneytisins, heldur með heilbrigðisstofnunum,“ bendir Matthías á.

Hann segir því landlæknisembættið ekki hafa eftirlit með búsetustofnunum, þó þar dvelji veikt fólk. Að mati landlæknis var um að ræða búsetu í Byrginu en ekki meðferð sem lúti eftirliti embættisins. Landlæknir mun eftir sem áður á morgun, föstudag, eiga fund með félagsmálanefnd Alþingis. Nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka