Össur Skarphéðinsson, alþingismaður spyr í pistli á vef sínum hvað stjórnvöld ætli að gera til að bæta stúlkunum úr Byrginu þann miska sem eftirlitsleysi stjórnvalda með starfsemi Byrgisins leiddi til.
Segir þingmaðurinn að það versta við hið skelfilega mál Byrgisins, er ekki fjármálaóreiðan, eða sú staðreynd að ríkisstjórn, sem kom Byrginu á laggir með dæmigerðri eftirlitslausri fyrirgreiðslupólitík valdhafa, segir að enginn beri ábyrgð á málinu.
„Hið langversta við Byrgismálið eru örlög þeirra ungu kvenna, sumra barnungra, sem voru misnotaðar af starfsmönnum - sem ríkisstjórnin lét greinilega eftirlitslausa á öllum sviðum. Sumar urðu þungaðar af þeirra völdum, og flúðu niðurlæginguna á vit enn frekari neyslu og ömurleika."
Vefur Össurar Skarphéðinssonar