Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna framkvæmdastjóra heildsölufyrirtækis fyrir að láta birta auglýsingar um áfengan bjór í tveimur dagblöðum.
Taldi dómurinn m.a., að maðurinn bæri refsiábyrgð á efni auglýsinganna þar sem í þeim hefði ekki komið fram nafn höfundar eða auglýsanda.
Þá taldi dómurinn að ekki væru í auglýsingunum auðkenni sem beint eða óbeint vísuðu til mannsins eða þess fyrirtækis sem hann sé framkvæmdastjóri. Því var ekki talið að maðurinn hefði nafngreint sig og hann yrði því ekki talinn bera refsiábyrgð á efni auglýsinganna.