Varanleg sýning, fundarsalir og gestaíbúð að Fríkirkjuvegi 11

Fríkirkjuvegur 11 að vetrarlagi
Fríkirkjuvegur 11 að vetrarlagi mbl.is/Sverrir

Novator, sem keypt hefur húsið að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík hyggst færa húsið og umhverfi þess í sem upprunalegast horf og opna þar safn, m.a hefur kaupandi uppi hugmyndir um að sameina lóð hússins Hallargarðinum líkt og áður var þannig að gróður verði samfelldur.

Í tilboði Novators segir að ætlunin sé að hafa á fyrstu hæð hússins safn um Thor Jensen, langafa Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fyrsta hæðin mun þannig skiptast í móttökusal, framreiðslueldhús og fundarherbergi, en á annarri hæð hússins mun ætlunin vera að hafa gestaíbúð fyrir gesti sem dveljast í borginni á vegum jafnt eiganda og hins opinbera.

Þá segir í tilboðinu að skipulagi verði haldið sem var og húsið fært til upphaflegrar gerðar eftir því sem unnt er, og húsgögn og búnaður valin með tilliti til andrúmslofts hússins. Fríkirkjuvegur 11 sé einstakt og merkilegt hús í sögu Reykjavíkur og ætlunin sé að vernda það og sýna jafnt því og sögunni virðingu.

Novator hefur fengið Árna Pál Jóhannsson, listamann, til að hanna varanlega sýningu fyrir almenning á jarðhæð hússins, sem helguð verður frumkvöðlum og íslenskri atvinnusögu og framlagi Thors Jensens til hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert