Varanleg sýning, fundarsalir og gestaíbúð að Fríkirkjuvegi 11

Fríkirkjuvegur 11 að vetrarlagi
Fríkirkjuvegur 11 að vetrarlagi mbl.is/Sverrir

Novator, sem keypt hef­ur húsið að Frí­kirkju­vegi 11 í Reykja­vík hyggst færa húsið og um­hverfi þess í sem upp­runa­leg­ast horf og opna þar safn, m.a hef­ur kaup­andi uppi hug­mynd­ir um að sam­eina lóð húss­ins Hall­argarðinum líkt og áður var þannig að gróður verði sam­felld­ur.

Í til­boði Novators seg­ir að ætl­un­in sé að hafa á fyrstu hæð húss­ins safn um Thor Jen­sen, langafa Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar. Fyrsta hæðin mun þannig skipt­ast í mót­töku­sal, fram­reiðslu­eld­hús og fund­ar­her­bergi, en á ann­arri hæð húss­ins mun ætl­un­in vera að hafa gesta­í­búð fyr­ir gesti sem dvelj­ast í borg­inni á veg­um jafnt eig­anda og hins op­in­bera.

Þá seg­ir í til­boðinu að skipu­lagi verði haldið sem var og húsið fært til upp­haf­legr­ar gerðar eft­ir því sem unnt er, og hús­gögn og búnaður val­in með til­liti til and­rúms­lofts húss­ins. Frí­kirkju­veg­ur 11 sé ein­stakt og merki­legt hús í sögu Reykja­vík­ur og ætl­un­in sé að vernda það og sýna jafnt því og sög­unni virðingu.

Novator hef­ur fengið Árna Pál Jó­hanns­son, lista­mann, til að hanna var­an­lega sýn­ingu fyr­ir al­menn­ing á jarðhæð húss­ins, sem helguð verður frum­kvöðlum og ís­lenskri at­vinnu­sögu og fram­lagi Thors Jen­sens til henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert