Allir helstu vegir landsins færir

All­ir helstu veg­ir lands­ins eru fær­ir, víða hálka á Suður- og Vest­ur­landi og einnig á Vest­fjörðum og Norður­landi vestra. Á norðaust­ur- og Aust­ur­landi eru veg­ir víða auðir þótt sums staðar séu hálku­blett­ir, einkum á heiðum.

Vegna bil­un­ar á brúnni yfir Jök­ulsá á fjöll­um, við Grímsstaði, er há­marks­hraði lækkaður niður í 50 km og eru öku­men beðnir að gæta varúðar þegar ekið er yfir. Sér­stak­lega þurfa stjórn­end­ur þungra öku­tækja að sýna varúð. Viðgerð fer fram á næstu dög­um og má bú­ast við ein­hverj­um töf­um vegna þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert