Allir helstu vegir landsins færir

Allir helstu vegir landsins eru færir, víða hálka á Suður- og Vesturlandi og einnig á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Á norðaustur- og Austurlandi eru vegir víða auðir þótt sums staðar séu hálkublettir, einkum á heiðum.

Vegna bilunar á brúnni yfir Jökulsá á fjöllum, við Grímsstaði, er hámarkshraði lækkaður niður í 50 km og eru ökumen beðnir að gæta varúðar þegar ekið er yfir. Sérstaklega þurfa stjórnendur þungra ökutækja að sýna varúð. Viðgerð fer fram á næstu dögum og má búast við einhverjum töfum vegna þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert