Bæjarráð Akureyrar fagnar hugmyndum um Norðurveg

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær bókun, þar sem fagnað er hugmyndum sem kynntar voru í vikunni um Norðurveg.

Í bókuninni segir, að framkvæmdin stytti vegalengdir milli tveggja stærstu og fjölmennustu svæða landsins frá 50-150 km eftir því við hvaða staði er miðað. Þessi stytting á leiðinni þýði mun minni olíueyðslu, minni mengun og þar með minna útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Þá hafi Kjalvegur ekkki áhrif á röð annarra brýnna framkvæmda í samgöngumálum því hann sé hugsaður sem verkefni í einkaframkvæmd. Ef af verði sé áríðandi, að endurbygging á veginum um Kjöl verði framkvæmd með þeim hætti að raski verði haldið í algjöru lágmarki og að við hönnun vegarins verði umhverfisvernd höfð að leiðarljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert