Hressó og Stúdentakjallaranum lokað af lögreglu

Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í nótt skemmtistöðunum Hressó og Stúdentakjallaranum þar sem þar var opið fram yfir leyfilegan afgreiðslutíma, að sögn lögreglu. Ekki má hafa opið lengur en til kl. 1 á virkum degi. Þá voru tveir menn teknir með lítilræði af fíkniefnum og fjórir ölvaðir ökumenn stöðvaðir. Einn þeirra var 16 ára og hafði tekið bíl foreldra sinna í leyfisleysi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka