Hreyfing fyrir alla

Stafaganga æfð í upphafi heilsuátaks í dag.
Stafaganga æfð í upphafi heilsuátaks í dag. mbl.is/RAX

Siv Friðleifs­dótt­ir, heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðherra, hef­ur stofnað til til­rauna­verk­efn­is­ins Hreyf­ing fyr­ir alla sem er sam­starfs­verk­efni heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneyt­is­ins, Lýðheilsu­stöðvar og Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands.

Von­ir standa til að verk­efnið geti náð til allt að 2/​3 hluta lands­manna og hafa rúm­lega 13 millj­ón­ir króna þegar verið tryggðar til að hleypa því af stokk­un­um.

Verk­efnið er unnið í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg, Ak­ur­eyr­ar­bæ, Hafn­ar­fjarðarbæ, Mos­fells­bæ, Ung­menna­fé­lagið Breiðablik í sam­starfi við Kópa­vogs­bæ, Héraðssam­band Vest­f­irðinga og Héraðssam­band Bol­ung­ar­vík­ur í sam­starfi við Ísa­fjarðarbæ, Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstað og Súðavík­ur­hrepp. Einnig heilsu­gæslu og íþrótta­fé­lög í viðkom­andi sveit­ar­fé­lög­um. Þá munu stétt­ar­fé­lög­in VR og Efl­ing veita verk­efn­inu stuðning, sem og fleiri aðilar.

Að sögn ráðuneyt­is­ins er til­gang­ur verk­efn­is­ins, eins og nafnið gef­ur til kynna, að fjölga til­boðum á skipu­lagðri hreyf­ingu, einkum fyr­ir full­orðna og eldra fólk, í skipu­lögðu sam­starfi við sveit­ar­fé­lög, heilsu­gæslu og íþrótta­fé­lög. Verk­efn­inu sé ætlað að höfða til ólíkra hópa og með mis­mun­andi þarf­ir sem stunda ekki reglu­lega hreyf­ingu.

At­hafn­ir voru látn­ar fylgja orðum í Laug­ar­daln­um í dag því áður en sam­starfs­samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður var full­trú­um þátt­tak­enda í verk­efn­inu sýnt hvernig á að bera sig að í stafagöngu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert