Ákæru á hendur forstjórum olíufélaga vísað frá

Frá málflutningi um frávísunarkröfuna í héraðsdómi nýlega.
Frá málflutningi um frávísunarkröfuna í héraðsdómi nýlega. mbl.is/Sverrir

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur vísaði í dag frá dómi máli ákæru­valds­ins gegn þrem­ur nú­ver­andi og fyrr­ver­andi for­stjóra olíu­fé­laga ólög­legs sam­ráðs fé­lag­anna, m.a. á þeirri for­sendu að ekki væri hægt að sækja ein­stak­linga til saka fyr­ir þau brot, sem ákært var fyr­ir. Sak­sókn­ari lýsti því yfir að úr­sk­urður­inn verði kærður til Hæsta­rétt­ar.

Seg­ir m.a. í niður­stöðu Jónas­ar Jó­hanns­son­ar, héraðsdóm­ara, að það sé álit dóms­ins að 10. gr. sam­keppn­is­laga veiti ekki viðhlít­andi laga­stoð til að unnt sé að refsa ein­stak­ling­um fyr­ir þá hátt­semi, sem þar er lýst, en ákærðu beri að njóta alls skyn­sam­legs vafa í því sam­bandi.

Ragn­ar Hall­dór Hall, lögmaður og verj­andi Krist­ins Björns­son­ar, fyrr­um for­stjóra Skelj­ungs, sagði við mbl.is, að þessi niðurstaða væri í sam­ræmi við það sem hann bjóst við. Hins veg­ar lægi fyr­ir, að úr­sk­urður­inn yrði kært til Hæsta­rétt­ar þannig að þetta væri staðan í hálfleik.

Löskuð lög­reglu­rann­sókn
Helgi Magnús Gunn­ars­son, sak­sókn­ari, sem sótti málið fyr­ir hönd rík­is­sak­sókn­ara, sagði að eft­ir stæði, að dóm­sól­ar væru ekki sátt­ir við fram­setn­ingu sak­sókn­ara­embætt­is­ins á efn­inu en ákveðinn vandi væri fal­inn í að lýsa þessu sak­ar­efni og brot­um manna. Sagði Helgi Magnús, að lög­reglu­rann­sókn­in hefði verið löskuð og ekki hefði verið um að ræða venju­leg­an fram­gangs­máta þegar búið er að vinna að mál­inu „úti í bæ" hjá öðrum aðila, þ.e. Sam­keppn­is­stofn­un.

Hann sagði einnig, að það hefði verið full­kom­lega ljóst að á fram­gangi máls­ins væru ákveðnir ann­mark­ar. Reynt hefði á rétt­ar­stöðu og rétt­indi sak­born­inga því þeir höfðu enga slíka stöðu und­ir rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda.

Helgi Magnús sagði, að sam­keppn­is­lög­in væru illa smíðuð. „Til hvers á það að leiða hjá ákæru­valdi og lög­reglu þegar svona hátt­ar til? Á að gef­ast upp og leggja málið niður eða láta reyna á það?" sagði hann.

Óljós verknaðarlýs­ing
Þeir Ein­ar Bene­dikts­son, for­stjóri Olís, Krist­inn Björns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs og Geir Magnús­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kers, voru ákærðir fyr­ir að hafa átt ólög­legt sam­ráð sem for­svars­menn fyr­ir­tækj­anna. Verj­end­ur þeirra kröfðust þess að ákær­unni yrði vísað frá á þeim for­send­um að ákær­an sam­rým­ist ekki kröf­um laga um meðferð opin­berra mála. Ein­stak­ling­um yrði ekki gerð refs­ing fyr­ir þá hátt­semi sem lýst væri í ákæru. Ákær­an væri ekki reist á viðhlít­andi rann­sókn sak­argifta. Við rann­sókn máls­ins og út­gáfu ákæru hafi verið brotið gegn regl­um um rétt­ar­stöðu sak­born­inga. Útgáfa ákæru væri and­stæð jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar og refsikrafa í mál­inu væri and­stæð banni við því að leggja oft­ar en einu sinni refs­ingu á aðila fyr­ir sömu hátt­semi.

Dóm­ar­inn seg­ist fall­ast á það með ákærðu að verknaðarlýs­ing ákæru sé í heild svo óljós, þegar komi að til­grein­ingu á hátt­semi ákærðu, að ekki sé unnt að verj­ast henni á full­nægj­andi hátt.

Þá tel­ur dóm­ar­inn að 10. gr. sam­keppn­is­laga veiti ekki viðhlít­andi laga­stoð til að unnt sé að refsa ein­stak­ling­um fyr­ir þá hátt­semi, sem þar er lýst.

Varðandi ónóga rann­sókn sak­argifta seg­ir í dómn­um, að ákærðu hafi ekki enn sem komið er bent á nein þau gögn, sem ákæru­valdið hafi van­rækt að leggja fyr­ir dóm­inn. Mat á ár­angri lög­reglu­rann­sókn­ar og þeim atriðum, sem vísað er til, bíði því efn­is­meðferðar og sæti ekki frá­vís­un vegna ágalla á form­hlið máls.

Þá seg­ir í dómn­um, að ákæru­valdið byggi ákæru á því að ákærðu beri refsi­á­byrgð á hátt­semi nafn­greindra und­ir­manna, þar á meðal fjöl­margra fram­kvæmda­stjóra olíu­fé­lag­anna þriggja, sem ákæru­valdið telji viðriðna ætluð brot ákærðu og í aug­um margra myndu telj­ast sek­ir, ef ekki jafn­sek­ir og ákærðu um sum þau brot, sem lýst er í ákæru. Verði því vart dreg­in önn­ur álykt­un en að sömu ein­stak­ling­ar hafi gerst sek­ir um brot á 10. gr. sam­keppn­islaga.

Seg­ir síðan að það sé álit dóms­ins, að eins og sak­sókn í mál­inu sé háttað sé um svo aug­ljósa og hróp­lega mis­mun­un að ræða í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga og jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár, að ekki verður við unað, enda liggi eng­in rök fyr­ir í mál­inu, sem rétt­lætt geti eða skýrt á hald­bær­an hátt af hverju ákærðu sæti ein­ir ákæru, þrátt fyr­ir yfir­lýs­ingu ákæru­valds­ins um refsi­verð brot annarra yf­ir­stjórn­enda olíu­fé­lag­anna. Sé hér um að ræða ber­sýni­leg­an ann­marka við út­gáfu ákæru, sem feli ekki aðeins í sér brot á lög­um um meðferð op­in­berra mála held­ur einnig brot á jafn­ræðis­reglu og leiði af þeim sök­um einn sér til þess að vísa beri ákær­unni frá dómi.

Úrsk­urður­inn í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka