Neytendasamtökin segja almenning reiðan

Almenningur er hvattur til að tilkynna verðhækkanir.
Almenningur er hvattur til að tilkynna verðhækkanir. mbl.is/RAX

Neytendasamtökin segja frá því á vefsíðu sinni að greinilegt sé að almenningur sé reiður yfir verðhækkunum birgja sem selja mat- og hreinlætisvörur. Neytendum finnist sem verið sé að taka af þeim ávinninginn af aðgerðum stjórnvalda til lækkunar á matarverði.

Neytendasamtökin segjast taka undir þetta og þykja það mjög miður að nú dynji á neytendum hrina verðhækkana. „Það er nánast sama hvert litið er, enginn virðist vera maður með mönnum nema að hann hækki verðið hjá sér. Á þetta jafnt við um gjaldskrár sveitarfélaga, verð hjá heildsölum og framleiðendum og nú síðast tryggingafélögum,“ segir í pistli NS.

Algeng skýring á þessu sé að gengi íslensku krónunnar hafi lækkað en þó hafi krónan styrkst gegn öðrum gjaldmiðlum ef miðað sé við sölugengi Seðlabankans.Þess vegna hvetja Neytendasamtökin birgja til að endurskoða hækkanir hjá sér meðal annars með tilliti til gengisþróunar. Minnt er á að of oft vantar slíkt samræmi. Þannig skilaði mjög sterk staða krónunnar á árunum 2004 og 2005 sér seint og illa til neytenda samkvæmt rannsókn sem Neytendasamtökin gerðu á sínum tíma. NS hvetja fólk til að fylgjast mjög vel með vöruverði. Neytendasamtökin hvetja neytendur til að láta samtökin vita af verðhækkunum sem þeir verða varir við. Hægt er að hringja í þau í síma 545 1200 og senda tölvupóst á ns@ns.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert