Röskva fór með sigur af hólmi í kosningum til Stúdentráðs Háskóla Íslands sem fóru fram í gær, hlaut 1635 atkvæði eða fimm sæti í ráðinu. Vaka fékk 1615 atkvæði og fjögur sæti. Háskólalistinn fékk 241 atkvæði.
Talningu atkvæða lauk klukkan 2.30 í nótt og var kjörsókn 38%. Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti:
Studentaráð:
Ógildir 6
Auðir 75
Vaka 1615
Röskva 1635
Háskólalistinn 241
Kjörsókn: 3572
Röskva fékk 5 menn inn og Vaka 4 menn en Háskólalistinn náði ekki inn manni.
Háskólafundur:
Ógildir 5
Auðir 121
Vaka 1664
Röskva 1780
Kjörsókn 3570 Röskva fékk 4 menn inn og Vaka 4 menn.