Þrettán fíknefnamál komu upp í tengslum við tónleika á skemmtistaðnum Broadway í nótt, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Var í hverju tilfelli gert upptækt lítilræði af efnum hjá tónleikagestum, en ekki er talið að í neinu tilviki hafi efnin verið ætluð til sölu.
Að sögn lögreglu munu umræddir tónleikagestir væntanlega hljóta sekt.
Það var mikill erill hjá lögreglunni í nótt og margir ölvaðir í miðborginni.