112 dagurinn helgaður störfum sjálfboðaliða

112 lestin ekur um Reykjavík.
112 lestin ekur um Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Fjölbreytt dagskrá er um land allt í dag í tilefni af 112 deginum. Að þessu sinni er dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð, að því er segir á heimasíðu Neyðarlínunnar.

Meðal dagskrárliða í Reykjavík var akstur 112 lestarinnar, en í henni voru 30-40 bílar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lestin lagði af stað frá Skógarhlíð á hádegi og ók með blikkandi ljósum um höfuðborgarsvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert