Á 105 km hraða á Drottningarbraut

Ökumaður mældist á 106 kílómetra hraða á Drottningarbraut við Kaupvangsstræti á Akureyri í gærkvöldi en þar er leyfður hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Að sögn lögreglu var á þeim tíma töluverð hálka á götum bæjarins.

Ökumaðurinn gaf þá skýringu að hann hafi ætlað að reyna að ná yfir gatnamótin á grænu ljósi. Hann var færður til yfirheyrslu á lögreglustöðinni og segir lögregla, að hann megi reikna með að fá 75 þúsund króna sekt og verða sviptur ökuleyfinu í mánuð.

Síðast liðna viku hafa 28 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi sýslumannsins á Akureyri. Margir þeirra hafa verið stöðvaðir í grennd við grunnskóla Akureyrar, þar sem leyfður hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert