Flugeldur sprengdur við heimili lögreglumanns á Skagaströnd

Mildi var að ekki varð stórtjón þegar kveikt var í flugeldi við heimili lögreglumanns á Skagaströnd snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar a Blönduósi. Lögreglumaðurinn, sem var á frívakt, vaknaði við hávaðann þegar flugeldurinn sprakk. Aðeins urðu lítilsháttar skemmdir af þessum völdum.

Lögreglan segir málið vera í rannsókn, en ljóst sé að ekki hafi verið nein tilviljun að flugeldurinn sprakk við hús lögreglumannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert