Nýlokið er mjög fjölmennum fundi gegn virkjunum í neðri Þjórsá sem Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Sól á Suðurlandi boðuðu til í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem fundurinn lagðist eindregið gegn virkjun neðri hluta Þjórsár til að standa undir mengandi starfsemi.
Á fundinum flutti Finnbogi Jóhannsson, bóndi, ávarp heimamanna, formaður landverndar ræddi verðgildi náttúrunnar, Egill Egilsson, viðraði viðhorf sumarhúsaeigenda, Ólafur Sigurjónsson talaði fyrir hönd Flóamanna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir flutti kveðju úr þéttbýlinu, Ómar Ragnarsson var með innlegg, flutt var hugleiðing Jóhönnu Jónsdóttur 93ja ára frá Haga, og Ólafur Þórarinsson flutti óð til náttúrunnar.
Öllum ávörpum var mjög vel tekið og fengu dynjandi lófaklapp. Í fundarlok stóðu fundarmenn á fætur og sungu fjöldasöng.
Ályktunin, sem samþykkt var á fundinum, var eftirfarandi: