Akureyrarflugvöllur lengdur árið 2008 og 2009

Farþegaflugvél á Akureyrarflugvelli.
Farþegaflugvél á Akureyrarflugvelli. mbl.is/Kristján

Gert er ráð fyrir sérstakri fjáröflun vegna lengingar flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli um 460 metra til suðurs árin 2008 og 2009. Fram kemur í samgönguáætlun fyrir næstu fjögur ár, að þessi lenging geri flugvöllinn mun betur í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug um Keflavíkurflugvöll.

Þá kemur fram í áætluninni, að á undanförnum árum hafi farið fram viðamiklar athuganir á aðflugsmálum Akureyrarflugvallar. Blindaðflug voru endurhönnuð og gerð sérstök öryggisúttekt á þessum aðflugum. Í framhaldi hafi verið ákveðið að gera endurbætur á aðflugsbúnaði til að tryggja ásættanleg blindaðflugslágmörk sem núverandi blindaðflugskerfi veita og sé framkvæmdin í vinnslu.

Einnig hafi farið fram prófun á nýju blindaðflugi, se, Flugfélag Ísland tók þátt í, með stefnusendi sem staðsettur er norðan flugbrautar fyrir aðflug úr suðri beint á flugbraut. Niðurstöður eru jákvæðar. Gert sé ráð fyrir uppsetningu stefnusendis og aðflugshallasendis árið 2008 með sérstakri fjáröflun. Þessi framkvæmd nýs blindaðflugskerfis muni lækka aðflugslágmark verulega og gera flugvöllinn mun betur í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu sem varaflugvöllur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert