Dagur, Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn á netið

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, undirrituðu í dag samstarfssamning sem felur í sér að sett verði upp ný vinnslulína á Amtsbókasafninu á Akureyri til stafrænnar endurgerðar á prentuðu efni og færslu þess á netið.

Undanfarin ár hefur Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn unnið að því að setja Morgunblaðið á stafrænt form og nú geta allir landsmenn lesið það á netinu allt aftur til 1913. Búið er að mynda Lögberg-Heimskringlu svo og öll íslensk tímarit og dagblöð sem eru eldri en 1920, og er síðufjöldi stafrænna gagna sem er aðgengilegur á netinu kominn talsvert á aðra milljón.

Nú er að hefjast nýtt tímabil í stafrænni endurgerð menningararfsins með því að mynda Dag, Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið og birta á netinu. Fjárveiting fékkst frá Alþingi til þriggja ára til að vinna verkið og var Akureyri talinn ákjósanlegur staður til þess að setja upp nýja vinnslulínu þar sem Amtsbókasafnið á Akureyri á öll þessi blöð í prentuðu formi.

Stefnt er að því að verkefnið hefjist 1. mars nk og verða þá ráðnir starfsmenn til Amtsbókasafnsins til að mynda blöðin. Amtsbókasafnið leggur líka til vinnuaðstöðu í safninu og afnot af því efni sem á að mynda. Landsbókasafn leggur til stafræna myndavél og annan nauðsynlegan tölvubúnað vegna verksins.

– Háskólabókasafns landsbokasafn.is Vefur Landsbókasafnsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert