Reglulega sprettur upp umræða um svokallað graffiti og krot, margt sem sjá má á veggjum borgarinnar er ljótt og getur varla flokkast undir annað en skemmdarverk. Graffiti-listamenn hins vegar hafa bent á að ekki megi setja allt sem sett er á veggi undir sama hatt. Félagsskapurinn TFA hefur beitt sér fyrir því að borgaryfirvöld komi til móts við graffara sem hins vegar reyni þá með fræðslu að stöðva eignaspjöll.