Fjölsóttur framsóknarfundur á Klörubar

Guðni ávarpar framsóknarmenn á Klörubar.
Guðni ávarpar framsóknarmenn á Klörubar.

Um 360 manns mættu á fund fram­sókn­ar­manna í Syðsta kjör­dæmi, sem svo nefn­ir sig og starfar á Kana­ríeyj­um. Fund­ur­inn var að venju hald­inn á Klöru­bar og ræðumaður dags­ins var að þessu sinni Guðni Ágústs­son, land­búnaðarráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sér­stak­ur gest­ur fund­ar­ins.

Í til­kynn­ingu frá Syðsta kjör­dæmi seg­ir að á fund­in­um hafi verið rætt um flest milli him­ins og jarðar. Inn­gangs­ræðuna hafi Guðni haldið með sínu lagi, hann ræddi þing­mál­in og sló á létta strengi inni á milli.

Þeim hjón­um Guðna og Mar­gréti Hauks­dótt­ur var boðið til hátíðar­kvöld­verðar kvöldið eft­ir á Klöru­bar. Þar hélt Guðni einnig smá tölu og féllst á að vera aðstoðarmaður fjöll­ista­manns, sem skemmti á eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert