Íslendingar þurrka íslenzka þorskhausa og -hryggi á Humber-svæðinu

Þeir vildu halda áfram að þurrka fiskhausa heima á Íslandi, þegar þeir hættu verktöku á því sviði. Hausarnir lágu ekki á lausu, svo þeir ákváðu að reisa afar fullkomna þurrkverksmiðju á Humber-svæðinu á Bretlandi, rétt hjá Grimsby. Þar var nóg framboð af hausum og hryggjum til þurrkunar. Og það sem meira var, megnið af hausunum var af íslenzkum fiski, sem fluttur var óunninn á svæðið í gámum, til frekari vinnslu þar og dreifingar.

"Okkur hefur verið mjög vel tekið hér á Bretlandi. Mönnum finnst það frábært framtak að gera verðmæti og mannamat úr fiskúrgangi, sem ýmist hefur til þessa verið unninn í hundamat, verið bræddur eða urðaður," segir Helgi Stefánsson, einn eigenda og framleiðslustjóri JHS Fishproducts.

Hann hefur ásamt bróður sínum, Jóni Þór, föður þeirra, Stefáni Jónssyni, og mági, Ólafi Einarssyni, stofnað fyrirtækið JHS Fishproducts um rekstur fiskþurrkunarinnar og eru þeir eigendur að stórum hluta. Verksmiðjan var hönnuð í samráði við þá, en Samey ehf. sá um uppsetningu og tæknilega vinnu. Fjölmörg íslenzk fyrirtæki komu að gerð verksmiðjunnar, sem er ein hin fullkomnasta sinnar tegundar. Hún er lyktarlaus, afar tæknivædd og nýtir þjarka í erfiðustu verkin. Verksmiðjan hefur verið keyrð tæpa þrjá mánuði og allt gengur að óskum. Nú eru þeir félagar þegar að huga að svipuðum rekstri í öðrum löndum, m.a. í Póllandi og Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert