Lögreglan á Selfossi óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra eftir að tilkynningar höfðu borist um að tveir skothvellir hefðu heyrst í húsi í bænum um kl. 21:45 í gærkvöldi. Lögreglan fór á vettvang og ræddu við húsráðendur, þar sem skothvellirnir áttu að hafa heyrst, en þar var allt hinsvegar með felldu.
Að sögn lögreglu er talið að um flugelda hafi verið að ræða og að þeir hafi bergmálað í hverfinu með þeim hætti að það hafi virst sem og þeir hafi komið úr einu húsanna sem skothvellir. Það fundust því hvorki skotvopn á staðnum né byssumenn.
Lögreglan vaktaði hverfið um stund eftir þetta en varð ekki vör við að neitt óeðlilegt. Þá hefur lögreglan ekki haft hendur í hári hávaðaseggsins.