Rætt um börn og áfengisauglýsingar

Samstarfshópurinn Náum áttum heldur fræðslufund um börn og áfengisauglýsingar á Grand hóteli á morgun, 13. febrúar nk. kl. 8:15- 10. Erindi flytja þau Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður foreldrafélags Snælandsskóla, Ketill Magnússon, siðfræðingur, Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri ennemm og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Að loknum erindum eru opnar umræður sem fundarstjórinn Árni Guðmundsson mun stjórna.

Þessi morgunverðarfundur er öll um opinn og skráningar á hann eru hjá www.lydheilsustod.is/skraning fram til kl. 17 í dag. Þátttökugjaldið er 1500 krónur og er morgunmatur innfalinn í verðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert