Sjálfstæðismenn fái heilbrigðismálin

björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur orðið tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn fái tækifæri til að takast á við heilbrigðismálin. Þetta kemur fram á heimasíðu hans.

Björn hefur legið á Landspítalanum síðan á mánudag og beðið þess að sár sem hann fékk á lunga greri. Lætur hann umrædd ummæli falla í tilefni Reykjavíkurbréfsins í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, en þar er spurt hvort stjórnmálaflokkarnir séu tilbúnir til að taka þátt í því að losa heilbrigðiskerfið allt og Landspítala – háskólasjúkrahús sérstaklega – úr þeirri spennitreyju, sem heilbrigðisþjónustan hafi verið í.

"Ég er ekki viss um, að ég skilji alveg, hvað felst í þessum orðum. Ég er hins vegar viss um, að tímabært er orðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá tækifæri til að takast á við heilbrigðismálin með stjórn ráðuneytis þeirra. Þetta segi ég ekki til að gagnrýna aðra heldur til að láta í ljós þá skoðun, að viðhorf sjálfstæðismanna til breytinga í ríkisrekstri mundu örugglega ekki herða á neinni spennutreyju, sé hún fyrir hendi."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert