Tveir fengu að gista fangageymslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudagsins en þeir voru handteknir eftir að hafa ruðst inn á heimili í þeim tilgangi að ganga í skrokk á húsráðendum.
Þeim tókst hins vegar ekki ætlunarverk sitt og gáfu þeir lögreglu þá skýringu á hegðun sinni að húsráðendur skulduðu þeim áfengisflösku og þeir hefðu ætlað að innheimta þá skuld.