Jóni Gerald vísað úr réttarsal

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob R. Möller, …
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob R. Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, bera saman bækur sínar. mbl.is/ÞÖK

Jóni Gerald Sullenberger var í dag vísað úr réttarsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem aðalmeðferð í Baugsmálinu svonefnda stendur nú yfir. Jón Gerald, sem er einn þriggja ákærðu í málinu, ætlaði að fylgjast með yfirheyrslu yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem hélt áfram í morgun, en Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, mótmælti veru Jóns Geralds í réttarsalnum.

Nokkur lagaþræta hófst í kjölfarið. Brynjar Níelsson, lögmaður Jóns Geralds, vísaði m.a. til þess að undantekningar væru frá því þeirri meginreglu að sakborningur væru ekki viðstaddir vitnaleiðslur yfir öðrum sakborningum en á endanum sagði Arngrímur Ísberg, dómari: Við skulum ekki deila við dómarann, hann fer út.

Jón Gerald sagði við mbl.is, að þetta hefði komið honum nokkuð á óvart en það sama hlyti þá að gilda um aðra sakborninga þegar hann sjálfur yrði yfirheyrður.

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert