Reykvískir grunnskólakennarar standa nú fyrir mótmælaaðgerðum á Lækjartorgi til að leggja áherslu á kröfu um að launakjör þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá öðrum stéttum. Það voru kennarar í Fellaskóla, sem efndu til mótmælanna, og skoruðu þeir á aðra grunnskólakennara í borginni að slást í hópinn og taka þátt í aðgerðunum í dag.