Mörg hundruð grunnskólakennara mótmæltu launamisrétti

Kennarar í Fellaskóla í Reykjavík skipulögðu mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Fjölmenntu grunnskólakennarar að loknum kennsludegi til að mótmæla því að launakjör þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá öðrum launþegum í þjóðfélaginu. Varlega áætlað er talið að tæplega fjögur hundruð kennarar hafi verið samankomnir í miðborginni.

Að lokinni mótmælastöðunni á Lækjartorgi gengu þeir fylktu liði yfir Austurvöll og að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem aðstoðarmanni borgarstjóra var afhent ályktun þess efnis að laun grunnskólakennara þyrftu að hækka í samræmi við gefin loforð er síðustu samningar voru undirritaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert