Skilorðsbundið fangelsi og há sekt fyrir skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá karlmenn í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða háar sektir fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðsluskatti, sem dreginn var af launum starfsmanna fyrirtækja, sem mennirnir stýrðu.

Mennirnir þrír voru sameiginlega forsvarsmenn tveggja fyrirtækja og tveir þeirra voru forsvarsmenn þriðja fyrirtækisins en skattrannsókn leiddi í ljós að vanhöld voru á því í öllum fyrirtækjunum, að staðið hefði verið skil á skattgreiðslum.

Tveir af mönnunum voru dæmdir í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 10,5 milljónir hvor í sekt. Sá þriðji var dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 7,8 milljónir króna í skatt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert