Bókun var lögð fram af sjálfstæðismönnum á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í dag þar sem skýrra svara er krafist af fulltrúum Samfylkingarinnar um afstöðu þeirra til stækkunar álversins í Straumsvík, vegna ummæla formanns Samfylkingarinnar um að fresta ætti stækkuninni.
Ákveðið var orðalag spurningarinnar sem bæjarbúar verða spurðir að, þar muni standa að fyrir liggi tillaga að deiliskipulagi sem kynnt hafi verið og geri ráð fyrir stækkun álversins og menn beðnir um að merkja við hvort þeir séu fylgjandi henni eða andsnúnir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.